banner
   þri 10. nóvember 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Ungverjar undirbúa sig undir föstu leikatriðin hjá Íslandi
Icelandair
Attila Szalai í baráttunni.
Attila Szalai í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Attila Szalai, varnarmaður ungverska landsliðsins, segir að liðið sé að undirbúa sig undir að verjast íslenska landsliðinu í föstum leikatriðum í leik liðanna á fimmtudag.

Íslenska landsliðið hefur verið öflugt í föstum leikatriðum undanfarin ár og Ungverjar eru meðvitaðir um það.

„Mjög góðir leikmenn spila með íslenska liðinu en við verðum að berjast gegn þeim og sýna hæfileikana sem við höfum," sagði Attila.

„Við þurfum að vera með betri liðsheild en þeir og betri einstaklings gæði."

„Íslendingar eru mjög sterkir í föstum leikatriðum og við erum að undirbúa okkur fyrir það."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner