Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   sun 10. nóvember 2024 18:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Championship: Sheffield United vann grannaslaginn
Mynd: Getty Images

Það var hörku grannaslagur í Sheffield í Championship deildinni í dag þar sem Sheffield United fékk nafna sína í Wednesday í heimsókn.


Það reyndi lítið sem ekkert á markverðina í dag en eina skotið sem fór á rammann fór í netið. Það átti Tyrese Campbell, leikmaður United, snemma í seinni hálfleik.

Sheffield United jafnaði þar með Sunderland að stigum á toppi deildarinnar en Sheffield Wednesday er í 15. sæti.

Karlan Grant kom West Brom yfir á útivelli gegn Hull snemma leiks og stuttu síðar bætti Josh Maja við öðru markinu með skalla af stuttu færi.

Joao Pedro Galvao minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks en nær komust leikmenn Hull ekki.

Þá vann Burnley nauman sigur á Swansea og kom sér upp í fjórða sæti deildarinnar en Swansea er í því ellefta.

Hull City 1 - 2 West Brom
0-1 Karlan Grant ('12 )
0-2 Josh Maja ('17 )
1-2 Joao Pedro ('40 )

Sheffield Utd 1 - 0 Sheffield Wed
1-0 Tyrese Campbell ('50 )

Burnley 1 - 0 Swansea
1-0 Jay Rodriguez ('90 , víti)

Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Sheffield Utd 18 12 4 2 25 9 +16 38
2 Burnley 18 10 6 2 23 6 +17 36
3 Leeds 18 10 5 3 31 13 +18 35
4 Sunderland 18 9 6 3 26 13 +13 33
5 Middlesbrough 18 9 3 6 32 21 +11 30
6 Watford 18 9 3 6 26 24 +2 30
7 West Brom 18 6 10 2 19 12 +7 28
8 Blackburn 17 8 4 5 21 17 +4 28
9 Norwich 18 6 7 5 35 27 +8 25
10 Millwall 17 6 7 4 20 15 +5 25
11 Bristol City 18 6 7 5 24 21 +3 25
12 Sheff Wed 18 7 4 7 22 27 -5 25
13 Swansea 18 6 5 7 18 17 +1 23
14 Stoke City 18 5 6 7 19 22 -3 21
15 Derby County 18 5 5 8 22 24 -2 20
16 Coventry 18 4 6 8 24 27 -3 18
17 Oxford United 18 4 6 8 20 28 -8 18
18 Preston NE 18 3 9 6 17 25 -8 18
19 Luton 18 5 3 10 20 33 -13 18
20 Cardiff City 18 4 5 9 17 28 -11 17
21 Plymouth 18 4 5 9 18 38 -20 17
22 Hull City 18 3 6 9 17 26 -9 15
23 QPR 18 2 9 7 15 26 -11 15
24 Portsmouth 16 2 7 7 18 30 -12 13
Athugasemdir
banner
banner
banner