Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   sun 10. nóvember 2024 19:43
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Chelsea og Arsenal: Cucurella maður leiksins
Marc Cucurella var frábær á móti Saka
Marc Cucurella var frábær á móti Saka
Mynd: Getty Images
Sky Sports valdi spænska bakvörðinn Marc Cucurella sem besta mann leiksins í 1-1 jafntefli Chelsea og Arsenal á Stamford Bridge í dag.

Cucurella átti frábæran leik í vinstri bakverðinum og náði að halda Bukayo Saka í skefjum.

Hann fær 8 fyrir frammistöðuna eins og þeir Moises Caicedo og Pedro Neto.

David Raya og Martin Ödegaard fá báðir 8 í liði Arsenal. Leandro Trossard fær slökustu einkunn leiksins en hann kom inn af bekknum og klúðraði dauðafæri í restina. Hann fær 5 frá Sky.

Chelsea: Sanchez (6), Gusto (6), Fofana (7), Colwill (7), Cucurella (8), Caicedo (8), Lavia (7), Madueke (7), Palmer (7), Neto (8), Jackson (6).
Varamenn: Fernandez (6), Mudryk (6).

Arsenal: Raya (8), White (6), Saliba (7), Gabriel (7), Timber (7), Partey (6), Odegaard (8), Rice (7), Saka (6), Havertz (6), Martinelli (7).
Varamenn: Trossard (5), Merino (6).
Athugasemdir
banner
banner