Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 10. nóvember 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Salah færist nær meti Rooney
Mynd: EPA
Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah skoraði og lagði upp í 2-0 sigri Liverpool á Aston Villa í gær en hann er nú einum leik frá því að jafna met sem er í eigu Wayne Rooney.

Salah lagði upp fyrsta markið fyrir Darwin Nunez í gær. Leon Bailey reif Salah niður sem náði að koma boltanum á liðsfélaga sinn sem skoraði.

Undir lok leiksins gulltryggði Salah síðan sigurinn með áttunda marki sínu í deildinni á þessu tímabili.

Þetta var 35. leikurinn sem Salah tekst að skora og leggja upp, en hann er aðeins einum leik frá því að jafna met Wayne Rooney sem tókst að gera það í 36 leikjum.

Salah er kominn með 165 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er aðeins tíu mörkum frá Thierry Henry, sem er talinn einn sá besti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Egyptinn mun líklegast ná Henry, alla vega miðað við formið sem hann er í þessa stundina.
Athugasemdir
banner
banner