Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 11. janúar 2022 22:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Patrik frá í rúman mánuð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik Sigurður Gunnarsson markvörður Brentford var valinn í landsliðshópinn sem mætir Úganda á morgun og Suður-Kóreu 15. janúar en þurfti að draga sig úr honum vegna meiðsla.

Nú er komið í ljós að hann verður frá keppni í rúman mánuð.

Þessi 21 árs gamli markvörður lék síðast með Viking frá Noregi á láni. Hann er samningsbundinn Brentford sem leikur í ensku úrvalsdeildinni en félagið kallaði hann til baka úr láni.

David Raya aðalmarkvörður Brentford er einnig frá vegna meiðsla en Alvaro Fernandez hefur staðið milli stangana í síðsutu leikjum, núna síðast í kvöld í 4-1 tapi gegn Southampton þar sem hann skoraði sjálfsmark.

Þegar Patrik snýr til baka mun hann fara í samkeppni við Jonas Lössl og Fernandez um markvarðarstöðuna. Brentford fékk Lössl á láni frá Midtjylland í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner