Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. janúar 2023 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Spænski ofurbikarinn: Real Madrid skoraði úr öllum vítunum
Karim Benzema mun spila til úrslita
Karim Benzema mun spila til úrslita
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real Madrid 1 - 1 Valencia (4-3 eftir vítakeppni
1-0 Karim Benzema ('39 , víti)
1-1 Lino ('46 )

Real Madrid er komið í úrslitaleik spænska ofurbikarsins eftir að hafa unnið Valencia í vítakeppni.

Karim Benzema og Federico Valverde sköpuðu sér góð færi eftir fimmtán mínútna leik en bæði skotin framhjá markinu. Thibaut Courtois þurfti þá að hafa sig allan í að verja skalla frá Edinson Cavani stuttu síðar.

Þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fengu Madrídingar víti er Eray Comert braut af sér í vítateignum. Karim Benzema skoraði örugglega úr spyrnunni.

Valencia jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks í gegnum Lino eftir fyrirgjöf frá Toni Lato.

Leikurinn fór í framlengingu og þar var Georgíumaðurinn Giorgi Mamardashvili í essinu sínu. Hann varði hvert dauðafærið á fætur öðru og tókst að koma Valencia í vítakeppni.

Madrídingar skoruðu úr öllum fjórum spyrnum sínum en Comert og Jose Gaya klúðruðu fyrir Valencia og Real Madrid því í úrslitaleikinn sem fer fram á sunnudag. Mótherjinn er Barcelona eða Real Betis.
Athugasemdir
banner
banner
banner