Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 11. febrúar 2021 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Gattuso gæti misst starfið ef Napoli tapar fyrir Juventus
Gennaro Ivan Gattuso gæti fengið sparkið um helgina
Gennaro Ivan Gattuso gæti fengið sparkið um helgina
Mynd: Getty Images
Gennaro Ivan Gattuso, þjálfari Napoli á Ítalíu, er í ansi heitu sæti þessa dagana en lið hans er úr leik í ítalska bikarnum eftir 3-1 tap gegn Atalanta í gær.

Napoli hefur tapað fimm leikjum og unnið sex á þessu ári en Napoli er í sjötta sæti deildarinnar og langt frá sínu besta.

Staða Gattuso hjá Napoli hefur verið rædd en hann hefur notið trausts frá stjórninni hingað til. Samkvæmt ítölsku miðlunum hefur Gattuso einn leik til að bjarga sér en sá leikur er gegn Juventus um helgina.

„Ég veit það ekki, þú verður að spyrja klúbbinn. Ég er að stýra þessu skipi og ef hlutirnir ganga illa þá er það á mína ábyrgð," sagði Gattuso.

„Ég get ekki hugsað um það hvort þetta sé síðasta tækifærið heldur verð ég að halda áfram að vinna og treysta. Ég er þjálfari og svona eru hlutirnir. Ég verð ekki fyrsti og hvað þá síðasti en það er mín skylda að halda áfram að reyna," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner