Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 11. febrúar 2021 13:00
Miðjan
„Nigel Quashie er ekki dýrasti leikmaðurinn sem hefur spilað á Ísafirði"
Nigel Quashie í leik með BÍ/Bolungarvík árið 2013.
Nigel Quashie í leik með BÍ/Bolungarvík árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli árið 2012 þegar ÍR fékk miðjumanninn Nigel Quashie í sínar raðir en hann átti yfir 100 leiki að baki í ensku úrvalsdeildinni með liðum eins og West Ham, Southampton og Portsmouth.

Eftir að hafa fallið úr 1. deildinni með ÍR þá söðlaði Quashie um og gekk í raðir BÍ/Bolugarvíkur. Hann spilaði á Vestfjörðum í þrjú ár.



Samúel Samúelsson, formaður Vestra, er gestur vikunnar í hlaðvarpsþættinum „Miðjunni" en þar ræddi hann dvöl Quashie á Vestfjörðum.

„Þetta var ekki fokdýrt. Nigel Quashie er ekki dýrasti leikmaðurinn sem hefur spilað á Ísafirði," sagði Sammi.

„Ég ræddi þetta aldrei við Nigel en mér skilst að þetta sé þannig að hann hafði skilið og ef hann hefði spilað áfram í Englandi ætti konan hans rétt á helmingnum af laununum hans en þó hann myndi fara út fyrir landsteinana væri það ekki þannig áfram. Ég veit ekki hvort þetta sé rétt eða ekki því að konan hans hefði tekið 90% af því sem hann hefði fengið í laun á Englandi þá hefði hann haft það betra en að spila á Ísafirði."

„Hann var að þjálfa í yngri flokkunum og það voru allir ánægðir með hann. Hann var skapstór en frábær fótboltamaður sem spilaði frábærlega fyrir okkur. Hann var duglegur að gefa af sér fyrir vestan."

Hér að neðan má hlusta á þáttinn en þar ræðir Sammi meira um Quashie.
Miðjan - Sammi hefur fengið 90 útlendinga til Ísafjarðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner