Á fimmtudag fer fram fyrri viðureign Víkings og Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Um er ræða skráðan heimaleik Víkings en vegna lélegra vallarmála á Íslandi verður spilað í Helsinki í Finnlandi.
Norðmaður sér um að dæma leikinn, hinn 33 ára gamli Rohit Saggi. Hann hefur dæmt leiki í efstu deild Noregs síðan 2017 og var gerður að FIFA dómara ári síðar. Hann hefur verið að dæma í Meistaradeildinni.
Saggi er fæddur og uppalinn í Noregi en foreldrar hans eru frá Indlandi. Hann dæmdi einnig bandý á sínum tíma en hætti því til að einbeita sér að fótboltanum. Árið 2013 varð hann yngsti dómarinn til að dæma á HM í bandý og endaði með því að dæma hluta af úrslitaleik mótsins vegna meiðsla í dómarateymi leiksins.
Bandý er innanhúss hóp- og boltaíþrótt spiluð með plastkylfum þar sem markmiðið er að koma lítilli plastkúlu (kölluð bandýkúla) í mark andstæðingsins.
Norðmaður sér um að dæma leikinn, hinn 33 ára gamli Rohit Saggi. Hann hefur dæmt leiki í efstu deild Noregs síðan 2017 og var gerður að FIFA dómara ári síðar. Hann hefur verið að dæma í Meistaradeildinni.
Saggi er fæddur og uppalinn í Noregi en foreldrar hans eru frá Indlandi. Hann dæmdi einnig bandý á sínum tíma en hætti því til að einbeita sér að fótboltanum. Árið 2013 varð hann yngsti dómarinn til að dæma á HM í bandý og endaði með því að dæma hluta af úrslitaleik mótsins vegna meiðsla í dómarateymi leiksins.
Bandý er innanhúss hóp- og boltaíþrótt spiluð með plastkylfum þar sem markmiðið er að koma lítilli plastkúlu (kölluð bandýkúla) í mark andstæðingsins.
Víkingur - Panathinaikos
Dómari: Rohit Saggi, Noregur
Aðstoðardómari 1: Morten Jensen, Noregur
Aðstoðardómari 2: Anders Olav Dale, Noregur
Fjórði dómari: Sigurd Kringstad, Noregur
VAR dómari: Tom Harald Hagen, Noregur
Aðstoðar VAR: Kristoffer Hagenes, Noregur
EuroVikes eru lagðir af stað til Helsinki. Hvar verður þú á fimmtudaginn kl 17:45? ???????? pic.twitter.com/W40h7XmN9F
— Víkingur (@vikingurfc) February 11, 2025
Athugasemdir