Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
banner
   mán 10. febrúar 2025 14:42
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Víkings gegn Panathinaikos
Daníel Hafsteinsson er í líklegu byrjunarliði en hann kom til Víkings frá KA í vetur.
Daníel Hafsteinsson er í líklegu byrjunarliði en hann kom til Víkings frá KA í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Varnarmaðurinn Oliver Ekroth.
Varnarmaðurinn Oliver Ekroth.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric.
Danijel Dejan Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fimmtudaginn klukkan 17:45 verður fyrri leikur Víkings og Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar. Eins og frægt er þá verður heimaleikur Víkings spilaður í Helsinki vegna lélegra vallarmála á Íslandi.

Það verða sterkir leikmenn fjarri góðu gamni í leiknum og Sverrir Örn Einarsson, fréttamaður Fótbolta.net og stuðningsmaður Víkings, fær það verkefni að setja saman líklegt byrjunarlið.



Þetta segir Sverrir um valið:

Varnarlínan:
Fjarvera Gunnars Vatnhamars og Karls Friðleifs er högg fyrir Víkinga en þeir hafa verið sterkir póstar í varnarleik Víkinga sem og uppspili ekki var svo á það bætandi og Róbert Orri skyldi meiðast á dögunum.. Sölvi á þó nokkra möguleika í stöðunni í varnarlínunni með þeim Davíð Erni Atlasyni og Oliver Ekroth. Halldór Smári Sigurðsson gæti farið í miðvörðinn og Jón Guðni leikið sem vinstri bakvörður í leiknum. Mér finnst samt líklegra að Jón Guðni verði í miðverðinum og Tarik Ibrahamagic eða Viktor Örlygur Andrason taki bakvörðinn að sér.

Miðjan:
Salan á Gísla Gottskálki hefur auðvitað áhrif á lið Víkinga. Einn allra besti leikmaður Víkinga á síðasta tímabili er horfinn á braut og hans skarð þarf að fylla. Daníel Hafsteinsson hefur fallið vel inn í leikmannahóp Víkinga og komið Sölva þjálfara liðsins nokkuð á óvart hve fljótur hann hefur verið að aðlagast. Mér finnst líklegt að hann verði með Aroni Elís og Viktori Örlygi á miðju Víkinga í Helsinki. Stígur Diljan er síðan möguleiki sem Víkingar geta átt inni á bekknum.

Framlínan:
Ari Sigurpálsson er fyrsta nafn á blað fyrir mig þegar horft er á sóknarlínu Víkinga. Verið frábær í Sambandsdeildinni og verið liðinu gríðarlega mikilvægur og mun byrja leikinn á vinstri vængnum tel ég. Danijel Dejan Djuric er annar möguleiki fyrir Víkinga á vængnum en mér finnst líklegt að Sölvi horfi til Erlings Agnarssonar úti hægra megin. Hann hefur átt það til að poppa upp á stórum augnablikum fyrir liðið og er töluvert sterkari varnarlega en t.a.m Danijel Dejan. Fremst á vellinum vantar svo Nikolaj Hansen sem tekur út leikbann í fyrri leiknum. Það er erfitt að gera upp á milli þeirra Valdimars Þórs og Helga Guðjónssonar þegar kemur að því að ákveða hvor mér finnst líklegri uppi á topp. Mér finnst þó öllu líklegra að það verði Valdimar sem byrji leikinn á kostnað Helga sem kemur inn á sem varamaður og skorar sennilega eins og alltaf.
Athugasemdir
banner
banner