Heimild: mbl.is
Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, staðfestir í samtali við mbl.is að mál Elmars Atla Garðarssonar, fyrirliða liðsins, sé á borði KSÍ.
Elmar steig fram í dag og viðurkenndi að hafa brotið veðmálareglur með því að veðja á leiki í Bestu deildinni, sömu deild og hann spilar í. Samúel segir fyrirliða sinn hafa gerst sekan um mikið dómgreindarleysi.
Elmar steig fram í dag og viðurkenndi að hafa brotið veðmálareglur með því að veðja á leiki í Bestu deildinni, sömu deild og hann spilar í. Samúel segir fyrirliða sinn hafa gerst sekan um mikið dómgreindarleysi.
„Við verðum að sjá til hvernig þetta fer. Það liggur fyrir að leikmenn mega ekki veðja á leiki, þetta er leiðindamál og að sjálfsögðu er maður ekki ánægður með að þessi staða skuli koma upp hjá okkur. Án þess að gera lítið úr þessu þá er tilfinningin þó sú að þetta sé ekki eins alvarlegt brot og tveir leikmenn voru dæmir fyrir árið 2023," segir Samúel.
Sigurður Gísli Bond Snorrason í Aftureldingu fékk eins árs bann árið 2023 fyrir brot á veðmálareglum en hann veðjaði á hundruð fótboltaleiki hér á landi árið 2022, þar á meðal á leiki sem hann tók þátt í sjálfur. Í júní 2023 fékk Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður KA, bann út árið fyrir brot á veðmálareglum en hann veðjaði meðal annars á eigin leik.
Elmar segir að sín veðmál hafi ekki tengst Vestra og ekki haft áhrif á hans lið. Hvorki hafi verið um umtalsverðar fjárhæðir að ræða né hafi hann haft hag af.
Athugasemdir