Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 15:12
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Telur að brot Sigurðar og Steinþórs hafi verið alvarlegri
Elmar Atli og Samúel, eftir að Vestri komst upp í Bestu deildina 2023.
Elmar Atli og Samúel, eftir að Vestri komst upp í Bestu deildina 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, staðfestir í samtali við mbl.is að mál Elmars Atla Garðarssonar, fyrirliða liðsins, sé á borði KSÍ.

Elmar steig fram í dag og viðurkenndi að hafa brotið veðmálareglur með því að veðja á leiki í Bestu deildinni, sömu deild og hann spilar í. Samúel segir fyrirliða sinn hafa gerst sekan um mikið dómgreindarleysi.

„Við verðum að sjá til hvernig þetta fer. Það ligg­ur fyr­ir að leik­menn mega ekki veðja á leiki, þetta er leiðinda­mál og að sjálf­sögðu er maður ekki ánægður með að þessi staða skuli koma upp hjá okk­ur. Án þess að gera lítið úr þessu þá er til­finn­ing­in þó sú að þetta sé ekki eins al­var­legt brot og tveir leik­menn voru dæm­ir fyr­ir árið 2023," segir Samúel.

Sigurður Gísli Bond Snorrason í Aftureldingu fékk eins árs bann árið 2023 fyrir brot á veðmálareglum en hann veðjaði á hundruð fótboltaleiki hér á landi árið 2022, þar á meðal á leiki sem hann tók þátt í sjálf­ur. Í júní 2023 fékk Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður KA, bann út árið fyrir brot á veðmálareglum en hann veðjaði meðal annars á eigin leik.

Elmar segir að sín veðmál hafi ekki tengst Vestra og ekki haft áhrif á hans lið. Hvorki hafi verið um umtalsverðar fjárhæðir að ræða né hafi hann haft hag af.
Athugasemdir
banner
banner
banner