sun 11. apríl 2021 17:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Schalke vann sjaldgæfan sigur á Íslendingaliði
Annar sigur Schalke á erfiðu tímabili. Þeir eru 13 stigum frá öruggu sæti þegar sex leikir eru eftir.
Annar sigur Schalke á erfiðu tímabili. Þeir eru 13 stigum frá öruggu sæti þegar sex leikir eru eftir.
Mynd: Getty Images
Schalke vann sjaldgæfan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í dag er þeir fengu Íslendingafélag í heimsókn.

Schalke tók á móti Augsburg en það var enginn Alfreð Finnbogason í leikmannahópi Augsburg. Hann er að glíma við langþráð meiðsli.

Suat Serdar kom Schalke yfir eftir fjórar mínútur. Augsburg var sterkari aðilinn í leiknum en þetta eina mark dugði Schalke til sigurs. Þetta er aðeins annar sigur Schalke í deildinni á þessu tímabili en liðið er á botninum með 13 stig, 13 stigum frá öruggu sæti með sex leiki eftir. Augsburg er í 11. sæti.

Í hinum leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni vann Mainz dramatískan sigur á Köln eftir að hafa lent 2-1 undir á 61. mínútu. Leandro Martins skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Mainz er komið upp frá fallsvæðinu með þessum sigri, og upp í 14. sæti. Köln situr áfram í fallsæti ásamt Schalke.

Schalke 04 1 - 0 Augsburg
1-0 Suat Serdar ('4 )

Koln 2 - 3 Mainz
0-1 Jean-Paul Boetius ('11 )
1-1 Ondrej Duda ('43 , víti)
2-1 Ellyes Skhiri ('61 )
2-2 Karim Onisiwo ('65 )
2-3 Leandro Martins ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner