Topplið ensku deildarinnar mættust á Etihad leikvanginum í gær og varð jafntefli niðurstaðan í leiknum. Chelsea valtaði yfir Southampton og var Tottenham eina liðið í baráttunni um Meistaradeildarsæti sem stóð í lappirnar.
Arsenal, Man Utd, West Ham og Wolves töpuðu öll. Everton lagði Man Utd að velli og fjarlægðist fallsætin og degi seinna vann Norwich gegn Burnley þar sem Burnley þurfti á stigunum að halda.
Arsenal, Man Utd, West Ham og Wolves töpuðu öll. Everton lagði Man Utd að velli og fjarlægðist fallsætin og degi seinna vann Norwich gegn Burnley þar sem Burnley þurfti á stigunum að halda.
Garth Crooks, sérfræðingur BBC, hefur valið úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni.
Jordan Pickford. Hélt hreinu í öðrum leiknum sínum af síðustu átján. Þetta var í annað sinn á ferlinum sem hann hélt hreinu gegn Manchester Unitd. Pickford kom í veg fyrir tvö mörk frá Marcus Rashford og á stóran þátt í sigri Everton.
Virgil van Dijk. Ekki oft sem varnarmenn sem fá á sig tvö mörk eru í liði vikunnar en frammistaða van Dijk var það góð að hann er valinn. Sterling komst einn gegn einum gegn van Dijk en tókst ekki að nýta sér það og Virgil hirti af honum boltann.
Ben Gibson. Átti góðan leik gegn Burnley og Gibson ásamt Grant Hanley átti mjög góðan dag í hjarta varnarinnar. Burnley gat ekki keypt sér mark.
Enock Mwepu. Still upp í hægri vængbakverði í liði vikunnar. Mwepu átti frábæran leik og skoraði frábært mark. Það var kominn tími á sigur hjá Brighton og Mwepu átti stóran þátt í honum - skoraði og lagði upp.
Kiernan Dewsbury-Hall. Átti góðan leik, skoraði og lagði upp í sigri Leicester. Leicester er allt í einu lið sem gæti náð einhverjum takti eftir erfitt tímabil. Fyrsta markið hjá Kiernan í efstu deild.
Dejan Kulusevski. Enginn hefur lagt upp fleiri mörk síðustu tvo mánuði en Kulusevski. Hann er á láni frá Juventus og Tottenham hlýtur að kaupa hann í sumar. Kulusevski smellpassar inn í Tottenham liðið undir stjórn Antonio Conte.
Heung-min Son. Skoraði þrennu gegn Villa og samband hans við Harry Kane er magnað. Tottenham getur náð 4. sætinu sem var langsótt þegar Conte tók við í nóvember. Ef víti eru tekin frá þá er Son markahæstur í deildinni með sautján mörk.
Sadio Mane. Var svolítið ósýnilegur í fyrri hálfleik en frábær í seinni hálfleik. Mane varð í gær annar leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar til að skora gegn toppliði deildarinnar á afmælisdaginn sinn.
Athugasemdir