Bikarmeistarar Vals er meistari meistaranna eftir sigur gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld.
Blikar byrjuðu leikinn betur en það voru Valskonur sem brutu ísinn.
Fanndís Friðriksdóttir átti fasta sendingu inn á teiginn sem Katherine Devine varði út í teiginn og Jasmín Erla komst í boltann og skoraði.
Breiðablik fékk tækifæri í seinni hálfleik til að jafna metin en vörn Vals var sterk. Blikum gekk þá illa að klára færin og áattu nokkur skot sem voru þægileg fyrir Tinnu Brá í marki Vals.
Agla María Albertsdóttir fékk gullið tækifæri til að jafna metin seint í uppbótatímanum. Samantha Smith átti frábæra sendingu inn á teiginn en Agla hitti ekki boltann og stuttu síðar var flautað til loka leiksins.
Breiðablik Katherine Devine (m), Agla María Albertsdóttir, Elín Helena Karlsdóttir, Samantha Rose Smith, Heiða Ragney Viðarsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir, Karitas Tómasdóttir, Kristín Dís Árnadóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir, Edith Kristín Kristjánsdóttir
Varamenn Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir, Sara Svanhildur Jóhannsdóttir, Guðrún Þórarinsdóttir, Heiðdís Lillýardóttir, Helga Rut Einarsdóttir, Líf Joostdóttir van Bemmel, Birta Georgsdóttir
Valur Tinna Brá Magnúsdóttir (m), Elísa Viðarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Jasmín Erla Ingadóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Arnfríður Auður Arnarsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Helena Ósk Hálfdánardóttir, Jordyn Rhodes
Varamenn Sóley Edda Ingadóttir, Bryndís Eiríksdóttir, Nadía Atladóttir, Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir, Hrafnhildur Salka Pálmadóttir, Kolbrá Una Kristinsdóttir, Ágústa María Valtýsdóttir
Athugasemdir