Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   þri 11. maí 2021 16:05
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man Utd og Leicester: Solskjær gerir tíu breytingar
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær telur sig ekki eiga annarra kosta völ en að dreifa álaginu eftir að enska úrvalsdeildin raðaði þremur leikjum United á fimm daga tímabil, strax eftir að liðið spilaði undanúrslitaleik í Evrópudeildinni gegn Roma síðasta fimmtudag.

Klukkan 17:00 er leikur Manchester United og Leicester en á fimmtudag mun United leika gegn Liverpool í leiknum sem frestað var eftirminnilega vegna mótmæla stuðningsmanna.

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, missir af sínum fyrsta deildarleik síðan hann var keyptur frá Leicester 2019. Hann er meiddur á ökkla.

Ole Gunnar Solskjær gerir tíu breytingar á byrjunarliðinu frá sigurleik gegn Aston Villa. Aðeins er það Mason Greenwood sem heldur sæti sínu.

Anthony Elanga, 19 ára sænskur vængmaður, spilar sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið og Amad Diallo leikur sinn fyrsta byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni.

Leicester er í 4. sæti deildarinnar og í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti liðið tapaði gegn Newcastle í síðustu umferð. Ricardo Pereira og James Maddison setjast á varamannabekk Leicester.

Byrjunarlið Manchester United: De Gea, Williams, Bailly, Tuanzebe, Telles, Matic, van de Beek, Mata, Amad, Greenwood, Elanga.

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Castagne, Söyüncü, Fofana, Albrighton, Ndidi, Tielemans, Thomas, Pérez, Iheanacho, Vardy.

Leikir dagsins:
17:00 Man Utd - Leicester
19:15 Southampton - Crystal Palace


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
9 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner