Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 11. maí 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Lautaro: Verð áfram hjá Inter sama hvort Conte fari
Lautaro Martínez.
Lautaro Martínez.
Mynd: EPA
Lautaro Martínez verður áfram með nýkrýndum Ítalíumeisturum Inter á næsta tímabili. Hann segir að umboðsmenn sínir séu að vinna að nýjum samningi við Inter.

Argentínski framherjinn segir að hann muni ekki fara neitt, sama þó þjálfarinn Antonio Conte muni mögulega fara annað.

„Mér líkar vel við Conte en þó hann fari þá er ég leikmaður Inter og mun halda áfram að vinna fyrir Inter," segir Lautaro. Hann og Romelu Lukaku hafa verið að ná feikilega vel saman.

Lautaro viðurkennir að hann hafi verið nálægt því að ganga í raðir Barcelona á síðasta tímabili.

„Það var möguleiki en við kláruðum tímabilið seint, það voru Covid vandræði og ég ákvað að vera áfram. Það reyndist rétt ákvörðun."

Lautaro hefur einnig verið orðaður við Real Madrid.

„Trúið mér, ég veit ekkert um það. Ég sá þessar sögusagnir en veit ekkert meira. Ég er að njóta þess að spila fyrir Inter og er ekki að hugsa um neitt annað. Umboðsmenn mínir eru að ræða við Inter og ég er viss um að samkomulag náist. Ég er rólegur og tek einn dag í einu. Ég er ánægður með að vera hér, vera hluti af þessu verkefni," segir Lautaro.
Athugasemdir
banner
banner