Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mið 11. maí 2022 22:30
Sverrir Örn Einarsson
Heimir: Siggi er flottur leikmaður
Heimir Guðjónsson
Heimir Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara flottur leikur hjá okkur. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk og að þeir myndu spila sterkan varnarleik og vera vel skipulagðir sem og þeir voru. Þeir fengu eitt færi eftir skyndisókn en svona þegar leið á fyrri hálfleik þá fórum við að finna betri opnanir og skoruðum gott mark. Svo í seinni hálfleik fylgdum við því eftir og spiluðum virkilega vel.“
Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals um leikinn eftir 4-0 sigur lærisveina hans á ÍA á Origovellinum nú fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍA

Eftir heldur bragðdaufan fyrri hálfleik settu Valsmenn allt á fullt í þeim seinni og keyrðu yfir gestina frá Akranesi. Besti sóknarleikur sem Valur hefur sýnt til þessa í sumar að mati fréttaritara.

„Mér fannst við skapa góða möguleika. Fórum í þessi svæði sem að við vildum fara í, það var gott flot á boltanum og það er lykilatriði þegar þú ert að spila á móti sterkum varnarleik að hafa gott flot á boltanum. En þetta var fínn leikur en þetta var bara einn leikur og við þurfum að koma okkur niður á jörðina á morgun og næst er bara erfiður leikur gegn Stjörnunni. “

Sigurður Egill Lárusson var í fyrsta skipti í sumar í leikmannahópi Vals og fékk þar að auki mínútur í kvöld. Um SIgurð sagði Heimir.

„Siggi er flottur leikmaður og hann er búinn að vera öflugur á æfingum upp á síðkastið og hefur stigið upp. Þess vegna vildum við gefa honum tækifæri í kvöld.“

Sagði Heimir en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner