Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mið 11. maí 2022 22:30
Sverrir Örn Einarsson
Heimir: Siggi er flottur leikmaður
Heimir Guðjónsson
Heimir Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara flottur leikur hjá okkur. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk og að þeir myndu spila sterkan varnarleik og vera vel skipulagðir sem og þeir voru. Þeir fengu eitt færi eftir skyndisókn en svona þegar leið á fyrri hálfleik þá fórum við að finna betri opnanir og skoruðum gott mark. Svo í seinni hálfleik fylgdum við því eftir og spiluðum virkilega vel.“
Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals um leikinn eftir 4-0 sigur lærisveina hans á ÍA á Origovellinum nú fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍA

Eftir heldur bragðdaufan fyrri hálfleik settu Valsmenn allt á fullt í þeim seinni og keyrðu yfir gestina frá Akranesi. Besti sóknarleikur sem Valur hefur sýnt til þessa í sumar að mati fréttaritara.

„Mér fannst við skapa góða möguleika. Fórum í þessi svæði sem að við vildum fara í, það var gott flot á boltanum og það er lykilatriði þegar þú ert að spila á móti sterkum varnarleik að hafa gott flot á boltanum. En þetta var fínn leikur en þetta var bara einn leikur og við þurfum að koma okkur niður á jörðina á morgun og næst er bara erfiður leikur gegn Stjörnunni. “

Sigurður Egill Lárusson var í fyrsta skipti í sumar í leikmannahópi Vals og fékk þar að auki mínútur í kvöld. Um SIgurð sagði Heimir.

„Siggi er flottur leikmaður og hann er búinn að vera öflugur á æfingum upp á síðkastið og hefur stigið upp. Þess vegna vildum við gefa honum tækifæri í kvöld.“

Sagði Heimir en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner