Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
   lau 11. júní 2022 22:30
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Snorri: Ísland á mjög efnilega fótboltamenn
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 landsliðs Íslands.
Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 landsliðs Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

U21 árs landslið Íslands er komið í umspil um sæti á Evrópumótinu eftir magnaðan 5-0 sigur á Kýpur á Víkingsvelli. Portúgal hjálpaði íslenska liðinu með því að vinna Grikkland. 

Ísland endar í 2. sæti riðilsins með 18 stig, stigi meira en Grikkland og fer því í umspilið. Liðið verður því í pottinum þegar dregið verður í umspilið þann 21. júní næstkomandi. Drátturinn fer fram í Nyon í Sviss. 

Ísland á nú möguleika á að komast á þriðja Evrópumótið í sögunni en liðið fór fyrst árið 2011 og svo fór það einnig á lokamótið á síðasta ári.


Lestu um leikinn: Ísland U21 5 -  0 Kýpur U21

„Ótrúlega sáttur. Gaman að tvö markmið hafi gengið upp, annars vegar það að við vorum með það bakvið eyrað að við gætum farið áfram ef við myndum klára okkar og settum upp lítið lokamót í þessum glugga og ætluðum að fara út sem sigurvegarar og fara út með góða tilfiningu og vinna okkar litla lokamót sem voru þrír leikir og við gerðum það. Frábær frammistaða og frábær gluggi." Sagði Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðs Íslands eftir að það var ljóst að liðið hefði tryggt sér sæti í umspili fyrir EM. 

Davíð Snorri og teymið á bekknum fylgdust með gangi mála í Portúgal.

„Við vissum að það var 0-0 í hálfleik og svo vissi ég að það var 2-0 þegar við vorum búnir að klára þetta hérna og 2-1 þegar það var stutt eftir sem var ekkert ofboðslega skemmtilegt en við fylgdumst aðeins með því en leikmenn voru ekkert meðvitaðir um það, strákarnir í staffinu voru með það."

Nánar er rætt við Davíð Snorra í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner