Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
   lau 11. júní 2022 22:30
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Snorri: Ísland á mjög efnilega fótboltamenn
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 landsliðs Íslands.
Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 landsliðs Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

U21 árs landslið Íslands er komið í umspil um sæti á Evrópumótinu eftir magnaðan 5-0 sigur á Kýpur á Víkingsvelli. Portúgal hjálpaði íslenska liðinu með því að vinna Grikkland. 

Ísland endar í 2. sæti riðilsins með 18 stig, stigi meira en Grikkland og fer því í umspilið. Liðið verður því í pottinum þegar dregið verður í umspilið þann 21. júní næstkomandi. Drátturinn fer fram í Nyon í Sviss. 

Ísland á nú möguleika á að komast á þriðja Evrópumótið í sögunni en liðið fór fyrst árið 2011 og svo fór það einnig á lokamótið á síðasta ári.


Lestu um leikinn: Ísland U21 5 -  0 Kýpur U21

„Ótrúlega sáttur. Gaman að tvö markmið hafi gengið upp, annars vegar það að við vorum með það bakvið eyrað að við gætum farið áfram ef við myndum klára okkar og settum upp lítið lokamót í þessum glugga og ætluðum að fara út sem sigurvegarar og fara út með góða tilfiningu og vinna okkar litla lokamót sem voru þrír leikir og við gerðum það. Frábær frammistaða og frábær gluggi." Sagði Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðs Íslands eftir að það var ljóst að liðið hefði tryggt sér sæti í umspili fyrir EM. 

Davíð Snorri og teymið á bekknum fylgdust með gangi mála í Portúgal.

„Við vissum að það var 0-0 í hálfleik og svo vissi ég að það var 2-0 þegar við vorum búnir að klára þetta hérna og 2-1 þegar það var stutt eftir sem var ekkert ofboðslega skemmtilegt en við fylgdumst aðeins með því en leikmenn voru ekkert meðvitaðir um það, strákarnir í staffinu voru með það."

Nánar er rætt við Davíð Snorra í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner