
U21 árs landslið Íslands er komið í umspil um sæti á Evrópumótinu eftir magnaðan 5-0 sigur á Kýpur á Víkingsvelli. Portúgal hjálpaði íslenska liðinu með því að vinna Grikkland.
Ísland endar í 2. sæti riðilsins með 18 stig, stigi meira en Grikkland og fer því í umspilið. Liðið verður því í pottinum þegar dregið verður í umspilið þann 21. júní næstkomandi. Drátturinn fer fram í Nyon í Sviss.
Ísland á nú möguleika á að komast á þriðja Evrópumótið í sögunni en liðið fór fyrst árið 2011 og svo fór það einnig á lokamótið á síðasta ári.
Lestu um leikinn: Ísland U21 5 - 0 Kýpur U21
„Ótrúlega sáttur. Gaman að tvö markmið hafi gengið upp, annars vegar það að við vorum með það bakvið eyrað að við gætum farið áfram ef við myndum klára okkar og settum upp lítið lokamót í þessum glugga og ætluðum að fara út sem sigurvegarar og fara út með góða tilfiningu og vinna okkar litla lokamót sem voru þrír leikir og við gerðum það. Frábær frammistaða og frábær gluggi." Sagði Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðs Íslands eftir að það var ljóst að liðið hefði tryggt sér sæti í umspili fyrir EM.
Davíð Snorri og teymið á bekknum fylgdust með gangi mála í Portúgal.
„Við vissum að það var 0-0 í hálfleik og svo vissi ég að það var 2-0 þegar við vorum búnir að klára þetta hérna og 2-1 þegar það var stutt eftir sem var ekkert ofboðslega skemmtilegt en við fylgdumst aðeins með því en leikmenn voru ekkert meðvitaðir um það, strákarnir í staffinu voru með það."
Nánar er rætt við Davíð Snorra í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |