Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 11. júní 2022 22:30
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Snorri: Ísland á mjög efnilega fótboltamenn
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 landsliðs Íslands.
Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 landsliðs Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

U21 árs landslið Íslands er komið í umspil um sæti á Evrópumótinu eftir magnaðan 5-0 sigur á Kýpur á Víkingsvelli. Portúgal hjálpaði íslenska liðinu með því að vinna Grikkland. 

Ísland endar í 2. sæti riðilsins með 18 stig, stigi meira en Grikkland og fer því í umspilið. Liðið verður því í pottinum þegar dregið verður í umspilið þann 21. júní næstkomandi. Drátturinn fer fram í Nyon í Sviss. 

Ísland á nú möguleika á að komast á þriðja Evrópumótið í sögunni en liðið fór fyrst árið 2011 og svo fór það einnig á lokamótið á síðasta ári.


Lestu um leikinn: Ísland U21 5 -  0 Kýpur U21

„Ótrúlega sáttur. Gaman að tvö markmið hafi gengið upp, annars vegar það að við vorum með það bakvið eyrað að við gætum farið áfram ef við myndum klára okkar og settum upp lítið lokamót í þessum glugga og ætluðum að fara út sem sigurvegarar og fara út með góða tilfiningu og vinna okkar litla lokamót sem voru þrír leikir og við gerðum það. Frábær frammistaða og frábær gluggi." Sagði Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðs Íslands eftir að það var ljóst að liðið hefði tryggt sér sæti í umspili fyrir EM. 

Davíð Snorri og teymið á bekknum fylgdust með gangi mála í Portúgal.

„Við vissum að það var 0-0 í hálfleik og svo vissi ég að það var 2-0 þegar við vorum búnir að klára þetta hérna og 2-1 þegar það var stutt eftir sem var ekkert ofboðslega skemmtilegt en við fylgdumst aðeins með því en leikmenn voru ekkert meðvitaðir um það, strákarnir í staffinu voru með það."

Nánar er rætt við Davíð Snorra í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner