Aftureldingarmenn tróna einir á toppi Lengjudeildarinnar að loknum sex umferðum. Mosfellingar eru ósigraðir og unnu 3-1 sigur gegn Vestra í gær.
Leikmaður umferðarinnar:
Aron Elí Sævarsson
„Heldur áfram að sýna að hann sé besti bakvörður deildarinnar og auk þess að vera góður heilt yfir í dag skorar hann þetta mikilvæga þriðja mark," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson fréttamaður Fótbolta.net sem skrifaði um sigur Aftureldingar gegn Vestra.
Leikmaður umferðarinnar:
Aron Elí Sævarsson
„Heldur áfram að sýna að hann sé besti bakvörður deildarinnar og auk þess að vera góður heilt yfir í dag skorar hann þetta mikilvæga þriðja mark," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson fréttamaður Fótbolta.net sem skrifaði um sigur Aftureldingar gegn Vestra.
Afturelding á annan fulltrúa í liðinu, Georg Bjarnason, og þá er Magnús Már Einarsson þjálfari umferðarinnar.
Fjölnir er í öðru sæti en liðið gerði 2-2 jafntefli við Gróttu í Egilshöll á fimmtudag. Axel Freyr Harðarson skoraði fyrra mark Fjölnis og hinn stórefnilegi Tómas Johannessen annað mark Gróttu. Þeir eru í úrvalsliðinu.
Grindavík er í þriðja sæti en liðið tapaði tveggja marka forystu niður í jafntefli gegn Leikni. Daníel Finns Matthíasson, leikmaður Leiknis, var valinn maður leiksins.
Selfoss og Njarðvík gerðu jafntefli. Guðmundur Tyrfingsson skoraði mark Selfyssinga og Marc McAusland er einnig í liðinu en hann hefur verið bestur Njarðvíkinga í upphafi móts.
ÍA vann nauman en nauðsynlegan sigur gegn Ægi þar sem Árni Marinó Einarsson stóð vaktina vel í marki Skagamanna. Steinar Þorsteinsson var valinn maður leiksins.
Þá vann Þróttur glæsilegan sigur gegn Þór 3-0. Aron Snær Ingason skoraði tvö virkilega góð mörk og var heilt yfir mjög öflugur. Baldur Hannes Stefánsson var frábær í hjarta varnarinnar.
Lið umferðarinnar:
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir