Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   þri 11. júní 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juventus til í að senda tvo leikmenn til Aston Villa
Douglas Luiz.
Douglas Luiz.
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa á núna í viðræðum við ítalska félagið Juventus um leikmannaskipti.

Juventus vill krækja í brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz frá Aston Villa og er tilbúið að senda til baka tvo leikmenn að auki peninga.

Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir að leikmennirnir sem um ræðir séu Samuel Iling-Junior og Weston McKennie.

Iling-Junior er kantmaður frá Englandi sem er uppalinn í Chelsea en fór til Juventus árið 2020. Hann er tvítugur og hefur spilað 45 keppnisleiki með aðalliði Juventus. Í þeim leikjum hefur hann gert tvö mörk. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Englands.

McKennie er 25 ára bandarískur miðjumaður sem lék með Leeds seinni hluta tímabilsins 2022/23 en heillaði ekki marga með frammistöðu sinni þar. Hann spilaði hins vegar 38 leiki með Juventus á nýafstöðnu tímabili og lék nokkuð vel þar.

Luiz er öflugur miðjumaður sem lék mikilvægt hlutverk þegar Aston Villa tryggði sér þáttökurétt í Meistaradeildinni á tímabilinu sem var að klárast.

Það verður fróðlegt að sjá hvort þetta gangi eftir og hvað Juventus þarf þá að borga á milli auk þessara tveggja leikmanna.


Athugasemdir
banner
banner