Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   lau 11. júlí 2020 19:10
Sverrir Örn Einarsson
Mikael: Öll liðin munu tapa fullt af stigum
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mikael Nikulásson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík komst aftur á sigurbraut í dag þegar liðið mætti KF á Rafholtsvellinum en lokatölur urðu 2-1 Njarðvík í vil. Njarðvík hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og þurftu því nauðsynlega á stigunum að halda til þess að missa ekki toppliðin lengra frá sér í töflunni. Mikael Nikulásson svaraði spurningum fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 KF

„Við spiluðum miklu betur en í síðasta leik og mér fannst menn vera leggja sig fram.En við þurfum að læra að klára leikina og ganga frá þeim því að því þegar þeir skora þetta furðulega mark sem ég held að hafi verið sjálfsmark þá eigum við að vera komnir í fjögur fimm núll.“
Sagði Mikael um leik síns liðs í dag.

Sigurinn í dag var eins og áður sagði gríðarlega mikilvægur fyrir Njarðvík uppá framhaldið og að missa ekki toppliðin of langt frá sér.

„Ég er búinn að segja þetta í langan tíma. Það er hver einasti leikur í þessari deild erfiður, það er ekkert gefið. 80% af þessum leikjum eru fyrirfram 50/50 að mínu mati og öll liðin munu tapa fullt af stigum og eru byrjuð á því og það verður þannig út mótið.“

Sagði MIkael en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner