Það er mikil spenna í bland við stress í úrslitaleiknum á Evrópumótinu núna.
England og Ítalía eigast við. England fékk algjöra draumabyrjun í leiknum þegar Luke Shaw skoraði.
England og Ítalía eigast við. England fékk algjöra draumabyrjun í leiknum þegar Luke Shaw skoraði.
Englendingar voru sterkir í fyrri hálfleiknum en síðustu mínútur hafa Ítalarnir verið að færast nær og nær.
Þeim tókst svo að brjóta ísinn hjá sér er miðvörðurinn Leonardo Bonucci skoraði. Hann skoraði af miklu harðfylgi eftir fast leikatriði hjá gestunum.
Hér að neðan má sjá myndband af markinu.
Staðan er 1-1 og tæpar 15 mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Ítalir eru mun líklegri til að skora sigurmark eins og er.
Fáum við sigurmark?
Við erum á leiðinni í framlengingu á Wembley eftir að Bonucci jafnaði metin! #EURO2020#ITA 1-1 #ENG pic.twitter.com/xlbEeAT8Ce
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 11, 2021
Athugasemdir