Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
banner
   lau 10. ágúst 2024 18:13
Sölvi Haraldsson
„10 töp í 11 leikjum gera mig að slökum þjálfara“
Lengjudeildin
„Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“
„Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta er mjög svekkjandi tap. Við getum ekki verið með neinar afsakanir eftir svona leik. Mér fannst við spila allt í lagi í dag. Það er erfitt að vera ósammála því. Planið þeirra gekk mjög vel, þeir vörðust vel og skoruðu þrjú mörk. Vel gert hjá þeim, þeir fara með öll stigin heim en við sitjum hérna heima vonsviknir.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 3-2 tap gegn Dalvík/Reyni á heimavelli í dag.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Dalvík/Reynir

Chris er vonsvikinn með tapið og segir að þetta hafi getað dottið öðru hvoru meginn.

Þetta er mjög súrt. En þetta er eins og það er. Þú getur ekki breytt þessu. Það er okkar vinna að snúa þessu við. Stærðfræðin segir að þetta er bara viku barátta. Við þurfum bara að sleikja sárin, þessi leikur gat dottið öðru hvoru meginn. Á morgun þurfum við að vakna og halda áfram.

Gróttumenn gerðu tilkall í vítaspyrnu nokkrum sinnum án árangurs undir lok leiks.

Dómarinn dæmdi leikinn ekki vel fyrir bæði lið. Þetta var ekki góð frammistaða hjá dómaranum í svona leik. Þetta er mjög jafn leikur, fallbaráttuslagur, bæði lið geta sagt að þetta var ekki vel dæmt og línan var mjög óskýr. Við hefðum getað fengið víti og þeir aukaspyrnur, við gætum talað um þetta út vikuna. Við spiluðum samt ekki vel í dag og það er svekkjandi að tapa. En þangað til ég hætti að þjálfa mun ég halda áfram að berjast, þangað til ég verð áttræður.“

Er Chris áhyggjufullur fyrir komandi leikjum?

Þú spyrð þessa spurningu, maður er alltaf að fara að vera áhyggjufullur þegar maður tapar 10 sinnum í 11 leikjum. Ég tek mikla ábyrgð, ég þjálfa liðið. 10 töp í 11 leikjum gera mig að slökum þjálfara. Ég tek þetta á mig. Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“ sagði Chris Brazell að lokum.

Viðtalið við Chris má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner