Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   lau 10. ágúst 2024 18:13
Sölvi Haraldsson
„10 töp í 11 leikjum gera mig að slökum þjálfara“
Lengjudeildin
„Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“
„Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta er mjög svekkjandi tap. Við getum ekki verið með neinar afsakanir eftir svona leik. Mér fannst við spila allt í lagi í dag. Það er erfitt að vera ósammála því. Planið þeirra gekk mjög vel, þeir vörðust vel og skoruðu þrjú mörk. Vel gert hjá þeim, þeir fara með öll stigin heim en við sitjum hérna heima vonsviknir.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 3-2 tap gegn Dalvík/Reyni á heimavelli í dag.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Dalvík/Reynir

Chris er vonsvikinn með tapið og segir að þetta hafi getað dottið öðru hvoru meginn.

Þetta er mjög súrt. En þetta er eins og það er. Þú getur ekki breytt þessu. Það er okkar vinna að snúa þessu við. Stærðfræðin segir að þetta er bara viku barátta. Við þurfum bara að sleikja sárin, þessi leikur gat dottið öðru hvoru meginn. Á morgun þurfum við að vakna og halda áfram.

Gróttumenn gerðu tilkall í vítaspyrnu nokkrum sinnum án árangurs undir lok leiks.

Dómarinn dæmdi leikinn ekki vel fyrir bæði lið. Þetta var ekki góð frammistaða hjá dómaranum í svona leik. Þetta er mjög jafn leikur, fallbaráttuslagur, bæði lið geta sagt að þetta var ekki vel dæmt og línan var mjög óskýr. Við hefðum getað fengið víti og þeir aukaspyrnur, við gætum talað um þetta út vikuna. Við spiluðum samt ekki vel í dag og það er svekkjandi að tapa. En þangað til ég hætti að þjálfa mun ég halda áfram að berjast, þangað til ég verð áttræður.“

Er Chris áhyggjufullur fyrir komandi leikjum?

Þú spyrð þessa spurningu, maður er alltaf að fara að vera áhyggjufullur þegar maður tapar 10 sinnum í 11 leikjum. Ég tek mikla ábyrgð, ég þjálfa liðið. 10 töp í 11 leikjum gera mig að slökum þjálfara. Ég tek þetta á mig. Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“ sagði Chris Brazell að lokum.

Viðtalið við Chris má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner