Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
banner
   lau 10. ágúst 2024 18:13
Sölvi Haraldsson
„10 töp í 11 leikjum gera mig að slökum þjálfara“
Lengjudeildin
„Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“
„Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta er mjög svekkjandi tap. Við getum ekki verið með neinar afsakanir eftir svona leik. Mér fannst við spila allt í lagi í dag. Það er erfitt að vera ósammála því. Planið þeirra gekk mjög vel, þeir vörðust vel og skoruðu þrjú mörk. Vel gert hjá þeim, þeir fara með öll stigin heim en við sitjum hérna heima vonsviknir.“ sagði Chris Brazell, þjálfari Gróttu, eftir 3-2 tap gegn Dalvík/Reyni á heimavelli í dag.


Lestu um leikinn: Grótta 2 -  3 Dalvík/Reynir

Chris er vonsvikinn með tapið og segir að þetta hafi getað dottið öðru hvoru meginn.

Þetta er mjög súrt. En þetta er eins og það er. Þú getur ekki breytt þessu. Það er okkar vinna að snúa þessu við. Stærðfræðin segir að þetta er bara viku barátta. Við þurfum bara að sleikja sárin, þessi leikur gat dottið öðru hvoru meginn. Á morgun þurfum við að vakna og halda áfram.

Gróttumenn gerðu tilkall í vítaspyrnu nokkrum sinnum án árangurs undir lok leiks.

Dómarinn dæmdi leikinn ekki vel fyrir bæði lið. Þetta var ekki góð frammistaða hjá dómaranum í svona leik. Þetta er mjög jafn leikur, fallbaráttuslagur, bæði lið geta sagt að þetta var ekki vel dæmt og línan var mjög óskýr. Við hefðum getað fengið víti og þeir aukaspyrnur, við gætum talað um þetta út vikuna. Við spiluðum samt ekki vel í dag og það er svekkjandi að tapa. En þangað til ég hætti að þjálfa mun ég halda áfram að berjast, þangað til ég verð áttræður.“

Er Chris áhyggjufullur fyrir komandi leikjum?

Þú spyrð þessa spurningu, maður er alltaf að fara að vera áhyggjufullur þegar maður tapar 10 sinnum í 11 leikjum. Ég tek mikla ábyrgð, ég þjálfa liðið. 10 töp í 11 leikjum gera mig að slökum þjálfara. Ég tek þetta á mig. Ef þú þarft að skrifa það, skrifaðu það, engar áhyggjur.“ sagði Chris Brazell að lokum.

Viðtalið við Chris má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner