Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Á förum frá Liverpool?
Kostas Tsimikas.
Kostas Tsimikas.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gríski vinstri bakvörðurinn Kostas Tsimikas er líklega á förum frá Liverpool á næstu dögum.

Hann var ekki hluti af hópnum sem mætti Crystal Palace í leiknum um Samfélagsskjöldinn í gær.

Milos Kerkez, sem var keyptur frá Bournemouth í sumar, byrjaði leikinn og Andy Robertson var á bekknum. Eins og staðan er núna er Tsimikas þriðji kostur í stöðu vinstri bakvarðar.

Paul Joyes, fréttamaður The Times, sagði frá því í gær að Nottingham Forest hefði spurst fyrir um Tsimikas fyrr í sumar og það væri einnig áhugi á honum frá öðrum félögum á Englandi og annars staðar í Evrópu.

Tsimikas, sem er 29 ára, hefur spilað með Liverpool frá 2020.
Athugasemdir
banner
banner