Manchester United hefur mikinn áhuga á Carlos Baleba, miðjumanni Brighton, og samkvæmt The Standard hefur félagið lagt fram sitt fyrsta tilboð í leikmanninn.
Því var hafnað en ekki kemur fram hversu hátt tilboðið var. Það er hins vegar sagt að Toby Collyer, ungur miðjumaður United, hafi verið hluti af tilboðinu.
Því var hafnað en ekki kemur fram hversu hátt tilboðið var. Það er hins vegar sagt að Toby Collyer, ungur miðjumaður United, hafi verið hluti af tilboðinu.
Brighton segir Baleba ekki til sölu en félagið myndi bara íhuga að selja hann fyrir meira en 115 milljónir punda. Það er upphæðin sem Chelsea borgaði til að kaupa Moises Caicedo frá Brighton sumarið 2023.
Þrátt fyrir að Baleba sé ekki til sölu, þá er Brighton með plan ef hann verður seldur. Það eru leikmenn í hópnum sem eru tilbúnir að stíga upp eins og Diego Gomez og Malick Yalcouye.
Man Utd hefur þegar keypt fyrir meira en 200 milljónir punda í sumar en ef félagið ætlar að kaupa Baleba þá kemur hann til með að verða dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Baleba er 21 árs gamall en hann var keyptur til Brighton frá Lille sumarið 2023 fyrir 30 milljónir evra.
Athugasemdir