Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson gæti byrjað tímabilið í markinu hjá Brentford.
Caoimhín Kelleher var keyptur til Brentford frá Liverpool í sumar og á að vera aðalmarkvörður liðsins, en hann meiddist á dögunum og er tæpur fyrir byrjun tímabilsins.
Caoimhín Kelleher var keyptur til Brentford frá Liverpool í sumar og á að vera aðalmarkvörður liðsins, en hann meiddist á dögunum og er tæpur fyrir byrjun tímabilsins.
Meiðslin eru ekki alvarleg en það er spurning hvort Kelleher verði klár í fyrsta leik.
Brentford hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn er liðið heimsækir Nottingham Forest.
Hákon, sem er 23 ára, spilaði þrjá leiki með Brentford á síðasta tímabili.
Athugasemdir