Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 14:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjar Hákon Rafn tímabilið?
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson gæti byrjað tímabilið í markinu hjá Brentford.

Caoimhín Kelleher var keyptur til Brentford frá Liverpool í sumar og á að vera aðalmarkvörður liðsins, en hann meiddist á dögunum og er tæpur fyrir byrjun tímabilsins.

Meiðslin eru ekki alvarleg en það er spurning hvort Kelleher verði klár í fyrsta leik.

Brentford hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn er liðið heimsækir Nottingham Forest.

Hákon, sem er 23 ára, spilaði þrjá leiki með Brentford á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner