
Spænska fótboltasambandið hefur ákveðið að láta Montse Tome fara úr starfi þjálfara kvennalandsliðsins.
Hún kom spænska liðinu í úrslitaleik Evrópumótsins í Sviss sem haldið var í sumar en þar var tap niðurstaðan gegn Englandi í vítaspyrnukeppni.
Hún kom spænska liðinu í úrslitaleik Evrópumótsins í Sviss sem haldið var í sumar en þar var tap niðurstaðan gegn Englandi í vítaspyrnukeppni.
Samningur Tome átti að renna út í lok ágúst en sá samningur verður ekki framlengdur. Sonia Bermudez, sem stýrt hefur U23 landsliði Spánar, mun taka við liðinu.
Tome hafði stýrt spænska liðinu frá því september 2023 en hún varð fyrsta konan til að gegna stöðunni.
Undir stjórn Tome vann Spánn Þjóðadeildina í fyrra en að vinna ekki EM voru vonbrigði.
Athugasemdir