Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gareth Bale kemur í stað Rio Ferdinand
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gareth Bale hefur verið ráðinn sem sérfræðingur hjá TNT Sports fyrir umfjöllun stöðvarinnar um ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina.

Hann kemur í stað Rio Ferdinand sem ákvað að skrifa ekki undir nýjan samning við TNT eftir tólf ár hjá fyrirtækinu.

Ferdinand ákvað að hætta til að elta önnur viðskiptatækifæri og verja meiri tíma með fjölskyldu sinni.

Bale, sem var stórkostlegur fótboltamaður á sínum tíma, heillaði stjórnendur stöðvarinnar upp úr skónum þegar hann var sérfræðingur í kringum úrslitaleik Tottenham og Manchester United í Evrópudeildinni í maí síðastliðnum.

TNT er með réttinn að 52 leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrir breskt sjónvarp og einnig að flestöllum leikjum í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner