Það sköpuðust mikil læti í æfingaleik Marseille og Aston Villa á dögunum.
Mason Greenwood, fyrrum leikmaður Manchester United, var ástæðan fyrir látunum en hann tæklaði Amadou Onana, miðjumann Villa.
Mason Greenwood, fyrrum leikmaður Manchester United, var ástæðan fyrir látunum en hann tæklaði Amadou Onana, miðjumann Villa.
Breska götublaðið The Sun heldur því fram að Greenwood hafi svo hrækt á Onana sem hafi valdið því að allt sauð upp úr.
Tyrone Mings, varnarmaður Villa, greip í Greenwood og reif treyju hans.
Greenwood, sem skoraði í leiknum, var tekinn af velli stuttu eftir atvikið.
Greenwood var á sínum tíma eitt mesta efni fótboltans en hann var seldur frá Man Utd eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot. Í málinu komu upp myndir og hljóðupptökur en samt var það látið falla niður.
Always a fan of Tyrone Mings. pic.twitter.com/o2zPYqPyP8
— All Day LUFC (@AllDayLUFC) August 9, 2025
Tyrone Mings tearing Mason Greenwood’s shirt. You love to see it. pic.twitter.com/RdB2vrdfkx
— villareport (@villareport) August 9, 2025
Athugasemdir