Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 15:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jónatan Guðni: Er að berjast um mínútur við besta vin minn
Jónatan Guðni.
Jónatan Guðni.
Mynd: Norrköping
Ísak Andri.
Ísak Andri.
Mynd: Guðmundur Svansson
Jónatan Guðni Arnarsson hefur komið við sögu í þremur síðustu leikjum Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni, Allsvenskan.

Jónatan Guðni er fæddur árið 2007 og var keyptur til sænska félagsins frá uppeldisfélaginu Fjölni í vetur.

Sóknarmaðurinn lék 25 mínútur gegn Hammarby í gær.

Fyrir leikinn var hann í viðtali við staðarblaðið NT í Svíþjóð.

„Það var mjög gaman að fá fyrsta leikinn. Ég var búinn að bíða í langan tíma eftir því. Það var mikið sem ég þurfti að vinna í eftir að ég kom, ég þurfti að aðlagast öllu og því að búa einn. Það er mikil breyting, öðruvísi fótbolti spilaður hérna."

„En núna er þetta að ganga vel og það var frábær tilfinning að fá fyrstu mínúturnar,"
sagði Jónatan.

Hann er að berjast við Ísak Andra Sigurgeirsson, einn stoðsendingahæsta leikmann deildarinnar, um mínútur á vinstri kantinum.

„Ég elska að hanga með honum, ég er að keppa um sæti í liðinu við besta vin minn."

„Það væri tilvalið ef hann verður keyptur í stærri deild í framtíðinni, eitthvað sem hann á skilið, og ég tæki sætið í staðinn."


Foreldrar Jónatans mættu á leikinn gegn Hammarby þar sem Jónatan lék 25 mínútur, sem er það mesta sem hann hefur spilað til þessa.

Hammarby, sem er í 2. sæti deildarinnar, vann leikinn, 2-0 lokatölur.

Norrköping er í 11. sæti, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti þegar ellefu umferðir eru eftir af deildinni.

Arnór Ingvi Traustason er eins og Ísak í stóru hlutverki í liðinu og er í viðræðum við nýjan samning við félagið.
Athugasemdir
banner
banner