Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Mikey Moore fær langtímasamning í afmælisgjöf
Mynd: EPA
Mynd: Rangers
Enski táningurinn Mikey Moore á 18 ára afmæli í dag og hefur fengið nýjan langtímasamning við Tottenham í afmælisgjöf.

Aðilar höfðu komist að samkomulagi um nýjan samning fyrr í sumar en Moore mátti ekki skrifa undir fyrr en í dag sökum aldurs. Leikmenn yngri en 18 ára mega ekki skrifa undir samninga sem gilda lengur heldur en í þrjú ár, sem þýðir að Moore hefur líklegast skrifað undir fjögurra eða fimm ára samning.

Moore þykir einn af allra efnilegustu leikmönnum Englands um þessar mundir en hann er staddur í Glasgow þessa dagana þar sem hann leikur með Rangers á lánssamningi út tímabilið.

Moore hefur verið algjör lykilmaður fyrir yngri landslið Englands og leikur í dag með U19 landsliðinu, eftir að hafa skorað 24 mörk í 39 leikjum upp aldursflokkana.

Þetta eru afar jákvæðar fregnir fyrir stuðningsmenn Tottenham þar sem Moore er gríðarlega eftirsóttur leikmaður en kýs að vera áfram hjá félaginu.

Hann leikur sem vinstri kantmaður að upplagi og er fjölhæfur leikmaður sem getur einnig spilað flest önnur hlutverk í sóknarlínunni.

   30.07.2025 11:25
Tottenham lánar táninginn til Glasgow



Athugasemdir
banner
banner