Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle bætist við baráttuna um El Khannouss
Mynd: Leicester City
Newcastle United er í leit að nýjum leikmönnum til að styrkja leikmannahópinn sinn. Telegraph segist hafa heimildir fyrir því að félagið ætli að reyna við Bilal El Khannouss næst.

El Khannouss er 21 árs sóknartengiliður frá Marokkó sem er samningsbundinn Leicester City næstu þrjú árin en er með riftunarákvæði í samningi sínum.

Riftunarákvæðið hljóðar upp á 25 milljónir punda en það gildir aðeins til 15. ágúst. Eftir þá dagsetningu fellur ákvæðið úr gildi.

Leeds United, Crystal Palace og West Ham hafa einnig sýnt leikmanninum áhuga og eru að íhuga að virkja riftunarákvæðið í samningi leikmannsins.

El Khannouss lék allan leikinn í 2-1 sigri gegn Sheffield Wednesday í fyrstu umferð á nýju tímabili í Championship deildinni.
Athugasemdir
banner