Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Sesko: Zlatan er átrúnaðargoð mitt
Sesko á æfingu með Manchester United.
Sesko á æfingu með Manchester United.
Mynd: Man Utd
Í viðtali við fjölmiðla Manchester United segir Benjamin Sesko að hans átrúnaðargoð í boltanum sé sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic.

Sesko var formlega kynntur sem nýr leikmaður Manchester United um helgina.

„Síðan ég var lítill strákur hef ég horft á hann spila, horft á hvert einasta myndband sem ég get fundið á Youtube. Hann er algjörlega ótrúlegur," segir Sesko.

„Við höfum ekki sama persónuleikann en ég var hrifinn af því hvernig hann spilaði leikinn og hvernig hann naut sín sem leikmaður. Ef þú nýtur þess að spila fótbolta þá virka hlutirnir."

„Það er minn draumur að hitta hann einn daginn. Það yrði frábært. Hann er átrúnaðargoð mitt og ég hef reynt að læra af honum inni á vellinum."

Zlatan lagði skóna á hilluna fyrir tveimur árum en 2016-2018 spilaði hann fyrir Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner