Ellefta umferð Bestu deildar kvenna kláraðist um síðastliðna helgi, en deildin er komin aftur á fullt eftir EM-pásuna löngu.
Það er óhætt að segja að þetta hafi verið umferð miðjumannana en það eru sex miðjumenn í liði umferðarinnar að þessu sinni.
Það er óhætt að segja að þetta hafi verið umferð miðjumannana en það eru sex miðjumenn í liði umferðarinnar að þessu sinni.

Stjarnan vann frábæran sigur á Tindastóli og kom sér aðeins frá fallsvæðinu með sigrinum. Andrea Mist Pálsdóttir átti mjög góðan leik og Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir sömuleiðis. Jóhannes Karl Sigursteinsson er þjálfari umferðarinnar eftir þennan mikilvæga sigur hjá Garðbæingum.
Breiðablik styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar en þær grænklæddu virka óstöðvandi þessa dagana. Hin bráðefnilega Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir var maður leiksins í sigri Blika en Birta Georgsdóttir og Kristín Dís Árnadóttir léku einnig vel. Birta er í liði umferðarinnar í sjötta sinn af tólf mögulegum skiptum sem verður að teljast býsna gott.
Þróttur vann Víkinga í hörkuleik þar sem Þórdís Elva Ágústsdóttir var best og Jelena Tinna Kujundzic næstbest.
Elísa Lana Sigurjónsdóttir var maður leiksins í sigri FH á botnliði FHL en þar var Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir einnig öflug. Hún er nýkomin aftur og er farin að láta til sín taka en hún hjálpaði FH á dögunum að komast í bikarúrslitin.
Þá voru Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir og Tinna Brá Magnúsdóttir góðar í sterkum sigri Vals á Þór/KA.
Næsta umferð hefst á morgun og svo er bikarúrslitaleikur framundan á laugardaginn.
Fyrri lið umferðarinnar
Athugasemdir