Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 13:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Útskýrir hvers vegna beiðni Breiðabliks og Víkings var hafnað
Birkir Sveinsson hefur lengi starfað hjá KSÍ.
Birkir Sveinsson hefur lengi starfað hjá KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikdagar í Bestu deildinni eru ákveðnir í nóvember.
Leikdagar í Bestu deildinni eru ákveðnir í nóvember.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar 2023.
Breiðablik komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur komst alla leið í umspil fyrir 16-liða úrslitin í Sambandsdeildinni á síðasta tímabili.
Víkingur komst alla leið í umspil fyrir 16-liða úrslitin í Sambandsdeildinni á síðasta tímabili.
Mynd: Víkingur
Með sigri gegn Zrinjski fær Breiðablik möguleika á því að komast í sjálfa Evrópudeildina.
Með sigri gegn Zrinjski fær Breiðablik möguleika á því að komast í sjálfa Evrópudeildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Gotti lék virkilega vel með Víkingi í Sambandsdeildinni og gekk í raðir stórliðs í Póllandi.
Gísli Gotti lék virkilega vel með Víkingi í Sambandsdeildinni og gekk í raðir stórliðs í Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á fimmtudagskvöld í síðustu viku óskuðu Víkingur og Breiðablik eftir því að leikir þeirra á sunnudeginum gegn Stjörnunni annars vegar og Val hins vegar, yrði frestað. Víkingur og Breiðablik náðu í góð úrslit í sínum Evrópuleikjum á fimmtudag og eru því í góðri stöðu fyrir seinni leikina sem spilaðir verða á fimmtudag, eftir þrjá daga.

Breiðablik tekur á móti Zrinjski Mostar á fimmtudag, staðan í því einvígi er jöfn eftir fyrri leikinn í Bosníu og sæti í umspili Evrópudeildarinnar undir. Víkingur er 3-0 yfir gegn Bröndby eftir fyrri leikinn og fer því til Kaupmannahafnar með gott forskot. Í því einvígi er sæti í umspili Sambandsdeildarinnar undir.

Liðin hafa verið í miklu leikjaálagi síðustu vikur, spilað marga leiki eftir að forkeppnirnar í Evrópu hófust. Félögin sáu tækifæri á því að auka möguleika sinna liða í seinni leikjunum með því að fá leikjunum frestað og leikmenn fengju því auka hvíld.

KSÍ gat ekki orðið við þeirri beiðni að fresta leikjunum og því spiluðu liðin bæði í Bestu deildinni í gær - og bæði liðin töpuðu. Fótbolti.net ræddi við Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, í dag.

Enginn átti von á beiðninni
„Þetta kemur inn seint á fimmtudagskvöldi, og enginn átti von á því að þessi ósk væri að koma. Það hafði verið unnið með félögunum við annað á undan, t.d. búið að færa leik Breiðabliks og ÍA, sem var á milli umspilsumferðanna. Það hefur ríkt ágætis sátt við félögin í deildinni að félögin fá frí milli leikja í 1. umferð í Evrópu og svo aftur á milli leikja í umspilsumferð - ef þau komast þangað. Það var enginn sem átti von á þessari beiðni, ég hafði verið í samskiptum við félögin í aðdragandanum, m.a. á fimmtudeginum út af öðrum málum."

„Svo kemur óskin og þá verðum við auðvitað að bregðast við, mótanefndin var ræst og fundað á föstudeginum. Stuttur fyrirvari en við förum yfir málið. Þetta er margt og flókið mál, í fyrsta lagi er ramminn um deildina mótaður í nóvember, þá eru leikdagar ákveðnir, ákveðið hvernig á að bregðast við. Þetta eru ólík sjónarmið sem eigast við, annars vegar félögin sem fara langt í Evrópukeppni og svo hin félögin sem eru ekki í Evrópukeppni. Þessum sjónarmiðum var mætt með því að fá frí milli leikja í 1. umferðinni og svo aftur ef liðin komast í umspilið. Þetta allt saman hefur verið tekið saman og sent félögunum formlega í tölvupósti 30. apríl, þó að það hafi þá legið fyrir löngu áður. Þetta lá því allt saman fyrir hvernig þetta yrði gert."

„Svo kemur þessi ósk, það þarf að skoða málið og fara yfir þetta. Félögin átta sig greinilega á því sjálf að það er enginn leikdagur laus og óska eftir því að leikurinn fari aftur fyrir lokaumferðina í fyrri hluta mótsins."


Þá yrði að skoða lengingu mótsins mjög ítarlega
Það þýðir að óskað var eftir því að leikur Víkings og Stjörnunnar annars vegar og Breiðabliks og Vals hins vegar yrðu spilaðir eftir 22. umferð Bestu deildarinnar (14. september) og fyrir fyrstu umferðina eftir tvískiptingu (21./22. september). 18. september var sú dagsetning sem var rædd.

„Það er auðvitað mjög erfitt viðureignar að gera það. Þá fá menn kannski 1-2 daga frá því að menn vita við hverja menn eiga að spila og þangað til sá leikur í 1. umferð seinni hlutans fer fram. Það gerir allt skipulag flóknara fyrir öll félög. Það þarf að skipuleggja ferðalög, hvort sem menn fara vestur, norður, til Eyja - eða öfugt. Það var mat nefndarinnar að þetta væri seint fram komið og ekki í samræmi við það sem búið var að ákveða áður. Því var ekki hægt að verða við þessu."

Fannst þér skrítið í aðdraganda fimmtudagsins að þessi félög ræddu ekki um þennan möguleika?

„Það kom okkur mjög á óvart að þessi beiðni kom fram, miðað við það sem hafði verið rætt við félögin áður."

Verður þetta til þess að það verði skoðað í framhaldinu að auka svigrúmið hjá Evrópuliðunum frekar, að hafa möguleikann á þriðju breytingu á leikjum í Evróputörnum, þ.e.a.s. í 1. umferð, 3. umferð og svo umspilsumferðinni?

„Ég skal ekkert um það segja, það gerist á umræðuvettvangi milli KSÍ, ÍTF (íslenskur toppfótbolti) og félaganna þegar við mótum rammann um leikdagana. Það er alveg ljóst að ef við ætlum að gera það, þá þarf að lengja mótið. Við erum bundin af því að klára fyrri hluta mótsins í 22. umferð. Við erum ekki sambærileg við hin Norðurlöndin hvað það varðar að geta frestað lengra inn í haustið þar sem við erum með tvískipt mót."

„Ef menn vilja þetta þá þarf að skoða lengingu mótsins mjög ítarlega."


Óskin snerist um 18. september
Var einhvern tímann á föstudeginum rætt að Stjarnan og Valur myndu mögulega spila sín á milli á sunnudeginum?

„Nei, við fórum nú ekki svo djúpt í þetta. Það hefði þá þurft að færa fleiri leiki þá til, til að koma þessu fyrir. Það var ekki farið neitt í þetta. Óskin snerist um 18. september og við vorum að skoða hvernig hægt væri að bregðast við því."

Fór þetta á það stig að Valur og Stjarnan voru spurð út í þeirra sýn á þetta?

„Ég get lítið sagt um það, þau vissu af þessu, við vissum afstöðu þeirra. Við vorum ekki að fara semja við Val og Stjörnuna um breytingu á leikdegi," segir Birkir.

Mikið undir fyrir íslenskan fótbolta
Það er alveg ljóst að það heilmikið undir fyrir íslenskan fótbolta að liðin okkar fari langt í Evrópukeppnum. Liðin safna saman stigum og með því að hækka á Evrópulistanum byrja íslensku liðin á betri stað þegar þau hefja leik í Evrópu. Á næsta ári byrja t.d. bikarmeistararnir í 2. umferð forkeppninnar í Evrópudeildinni, en í fyrra byrjuðu bikarmeistararnir í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni - mikil framför vegna góðs gengis liðanna okkar. Það koma líka inn hærri fjárhæðir í íslenska boltann, það verður til leikmannamarkaður; leikmenn fara á milli liða á milljónir króna sem getur skipt miklu máli í rekstri félaganna. Fleiri augu fara líka á deildina og aukin tækifæri á því að leikmennirnir okkar komist í stærri félög sem atvinnumenn, sbr. Gísli Gottskálk Þórðarson sem var keyptur til pólsku meistarana í Lech Poznan eftir góða spilamennsku í Sambandsdeildinni.

Í fyrra var gerð sú breyting að lið sem kæmist í umspil um sæti í lokakeppni í Evrópu gæti fengið leik sínum milli umspilsleikjanna frestað. Tímabilið 2023 fékk Breiðablik ekki í gegn frestun á leik sínum við Víking, en í fyrra var leik KR og Víkings frestað. Það er spurning hvort að þessar óskir Breiðabliks og Víkings verði til þess að búið verði til þess að mögulega verði hægt að fresta leiki eins og þeim sem spilaðir voru í gær.
Dóri Árna: Yfirburðirnir stjarnfræðilegir þar til á 70. mínútu
Víkingur fékk neitun frá KSÍ um frestun - „Mér finnst skrítið að KSÍ geti ekki stutt aðeins betur við félögin"
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
8.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
9.    Afturelding 17 5 5 7 20 - 25 -5 20
10.    FH 17 5 4 8 28 - 25 +3 19
11.    KR 17 4 5 8 37 - 40 -3 17
12.    ÍA 17 5 1 11 18 - 36 -18 16
Athugasemdir
banner
banner