Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Van Dijk: Þurfum að laga ýmislegt til að verja titilinn
,,Úrvalsdeildin aldrei verið sterkari en hún er núna"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Virgil van Dijk fyrirliði Liverpool var svekktur eftir tap í vítakeppni gegn Crystal Palace í leiknum um Samfélagsskjöldinn í gær.

Hann telur Englandsmeistarana þurfa að laga ýmislegt við sinn leik til að eiga möguleika á að verja titilinn á tímabilinu.

Liverpool sýndi ekki sannfærandi frammistöðu gegn Palace þar sem mikið jafnræði ríkti á vellinum.

„Við höfum allir mikla reynslu bæði af því að vinna og tapa og núna snýst þetta bara um að bregðast rétt við. Það eru augljóslega hlutir við okkar leik sem við þurfum að laga ef við ætlum að verja Englandsmeistaratitilinn," sagði Van Dijk.

„Við erum allir gríðarlega vonsviknir með að hafa ekki unnið. Núna hvílum við okkur í einn dag og svo fer öll einbeitingin í næsta leik gegn Bournemouth sem verður mjög erfiður. Við erum spenntir að byrja nýtt úrvalsdeildartímabil fyrir framan stuðningsmennina okkar á Anfield.

„Þetta verður mjög erfitt deildartímabil. Í dag spiluðum við gegn Crystal Palace sem endaði í tólfta sæti á síðustu leiktíð, það sýnir okkur að hver einasti andstæðingur í deildinni hefur hæfileikana til að valda okkur vandræðum. Gæðin í deildinni eru gríðarlega mikil, það er stutt á milli liða. Ég held að úrvalsdeildin hafi aldrei verið sterkari en hún er núna."


Van Dijk tjáði sig einnig um félagaskiptamál og var spurður hvort liðið þurfi á nýjum sóknarmanni að halda. Alexander Isak hefur verið sterklega orðaður við Liverpool en viðræðurnar við Newcastle um kaupverð eru að ganga hægt fyrir sig.

„Við erum með pláss í hópnum fyrir einn sóknarleikmann í viðbót. Við erum búnir að missa Darwin til Sádi-Arabíu og Lucho til Bayern."

   10.08.2025 19:01
Slot: Verðum að bæta varnarleikinn

Athugasemdir
banner