Úkraínski varnarmaðurinn Illia Zabarnyi er á leið í læknisskoðun hjá Paris St-Germain en Evrópumeistararnir eru að kaupa hann frá Bournemouth fyrir 57,1 milljón punda.
Hann hefur komist að samkomulagi um fimm ára samning við PSG.
Hann hefur komist að samkomulagi um fimm ára samning við PSG.
Zabarnyi verður þriðji varnarmaðurinn sem Bournemouth selur fyrir háar fjárhæðir í sumar. Dean Huijsen var seldur til Real Madrid fyrir 50 milljónir punda og Milos Kerkez til Liverpool á 40 milljónir.
Bournemouth þarf því að smíða nýja varnarlínu og er að kaupa miðvörðinn Bafode Diakite frá Lille. Franski bakvörðurinn Adrien Truffert var keyptur frá Rennes til að fylla skarð Kerkez.
Athugasemdir