Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Breiðabliks og U21 landsliðsins, var ánægður eftir 2-0 sigur gegn Kasakstan í undankeppni EM 2015 í gær.
Ísland er með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leiki sína og á góðri leið í lokakeppnina.
„Fyrst og fremst var þetta þolinmæði og dugnaður í strákunum. Við vissum að Kasakstan myndi kannski vera aftar og vera mikið í stutta spilinu. Þetta voru virkilega erfiðar aðstæður en við fórum yfir það í hálfleik að gefa aðeins meira í til að klára leikinn, og það kom í seinni hálfleik,“ sagði Sverrir Ingi.
,,Þetta var virkilega erfitt í fyrri hálfleik á móti vindi og boltinn mikið í innköstum og markspyrnum, en í seinni hálfleiknum lægði aðeins og við gátum farið að spila boltanum og gefa fyrir. Það skóp tvö mörk.“
„Við erum fullir sjálfstrausts og förum inn í alla leiki til að gera eins vel og við getum. Þegar Frakkarnir koma hingað munum við gefa þeim eins erfiðan leik og við getum.“
Athugasemdir