
Guðni Eiríksson, þjálfari FH, gagnrýndi dómgæsluna í Pepsi Max-deildinni í sumar eftir sigur gegn Fylki á miðvikudagskvöld.
Hann er ekki sáttur með hvernig hefur verið dæmt gagnvart sóknarmanninum Phoenetia Browne.
„Þrátt fyrir að þessi dómari hafi verið virkilega öflugur og góður í þessum leik, þá hefur mér fundist stöðugt verið tekið á henni og skilaboðin frá dómurum eru að hún eigi að standa í fæturnar," sagði Guðni.
„Það er verið að rífa í hana, það er verið að halda í hana og sparka í fæturnar á henni. Það sjá allir og ég vil að það verði fylgst betur með andstæðingnum þegar verið er að taka á henni."
Viðtalið er í heild sinni hér að neðan.
Athugasemdir