Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 11. september 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
West Ham gæti selt Yarmolenko til Kína
Andriy Yarmolenko, kantmaður West Ham, gæti verið á leið til Shandong Luneng í Kína.

West Ham þarf að selja leikmenn til að David Moyes fái fé til leikmannakaupa.

Yarmolenko kom til West Ham frá Dortmund fyrir tveimur árum en Úkraínumaðurinn hefur skorað sjö mörk í 33 leikjum síðan þá.

Ef Yarmolenko fer til Shandong Luneng mun hann verða liðsfélagi Marouane Fellaini sem kom til félagsins frá Manchester United í janúar 2019.
Athugasemdir
banner
banner