Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. september 2022 14:05
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Alfreð spilaði klukkutíma í jafntefli
Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Lyngby í dag
Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Lyngby í dag
Mynd: Heimasíða Lyngby
Alfreð Finnbogason spilaði klukkutíma er Lyngby gerði 1-1 jafntefli við Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag en þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur á tímabilinu.

Framherjinn skrifaði undir eins árs samning við Lyngby í lok ágúst og spilaði svo sínar fyrstu mínútur í síðustu umferð.

Hann byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Lyngby í dag. Alfreð spilaði klukkutíma áður en honum var skipt af velli. Sævar Atli Magnússon var einnig í byrjunarliði Lyngby og lék hann allan leikinn. Lyngby er áfram á botninum með 3 stig. Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.

Elías Rafn Ólafsson var ekki með Midtjylland í 1-1 jafnteflinu gegn Nordsjælland í dag. Hann er að glíma við meiðsli en ætti að vera klár í næstu viku. Midtjylland er aðeins með 10 stig úr 9 leikjum.

Ísak Óli Ólafsson var í byrjunarliði Esbjerg sem vann 4-0 stórsigur á Hellerup í C-deildinni. Hann fór af velli á 74. mínútu en Esbjerg situr í 3. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 6 leiki.
Athugasemdir
banner
banner