Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
   sun 11. september 2022 17:05
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jón Sveins: Enn eitt jafnteflið og við erum búnir að gera svolítið mikið af þeim
Jón Sveinsson, þjálfari Fram
Jón Sveinsson, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram fór til Eyja og gerði 2-2 jafntefli við ÍBV í 21. umferð Bestu deildar karla í dag.

„Hefðum viljað vinna, að sjálfsögðu, en tiltölulega jafn leikur og erfitt að segja að jafntefli hafi ekki verið sanngjörn úrslit. En við komumst yfir tvisvar í leiknum og maður vill klára þrjú stigin en því miður þá bara enn eitt jafnteflið og við erum búnir að gera svolítið mikið af þeim," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram strax að leik loknum.

Fram tók tvisvar sinnum forystu í leiknum en náði ekki að klára stigin þrjú og gerði þar með sitt þriðja jafntefli í röð.

„Mér fannst ÍBV svona megin partinn af leiknum voru bara tiltölulega grimmari en við á seinni boltann og vinna þá og settu okkur oft undir pressu og í vandræði. Aðstæður náttúrulega ekkert frábærar en þannig var það fyrir bæði lið en mér fannst það svona þannig að þeir voru yfir í baráttunni og í svona aðstæðum þá var það nóg til þess að við vorum að ströggla aðeins."


Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

Fram tekur á móti Keflavík í lokaleik deildarinnar, áður en tvískipt úrslitakeppni hefst. Fram er enn í möguleika á að vera í efri hlutanum en þurfa líka að treysta á að Stjarnan misstígi sig.

„Keflavík er bara með hörkulið og við þurfum að vera tilbúnir í þann leik eins og alla aðra. Ég meina það var hörkuleikur hérna í dag, ÍBV búnir að vera á mjög góðu róli þannig ég held að við þurfum bara að virða þetta stig og svo er Keflavík heima og við viljum vinna leiki heima, þannig það verður hörkuleikur. Þeir eru væntanlega í svipaðri stöðu þá, þannig að eina sem þú getur gert er að vinna leiki og sérð svo til bara hvert það tekur okkur."

„Jú, jú auðvitað stefnum við á það (að vera í efri hlutanum) eins og staðan er núna, en það er ekki í okkar höndum. Við þurfum að vinna og treysta á að Stjarnan tapi. Það verður erfitt en eina sem við getum gert er bara að fara í leikinn um næstu helgi og ætla að vinna hann, þrjú dýrmæt stig hvar sem við endum svo í töflunni og erum að spila í október," sagði Jón að lokum.


Athugasemdir
banner
banner