Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   sun 11. september 2022 17:05
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jón Sveins: Enn eitt jafnteflið og við erum búnir að gera svolítið mikið af þeim
Jón Sveinsson, þjálfari Fram
Jón Sveinsson, þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram fór til Eyja og gerði 2-2 jafntefli við ÍBV í 21. umferð Bestu deildar karla í dag.

„Hefðum viljað vinna, að sjálfsögðu, en tiltölulega jafn leikur og erfitt að segja að jafntefli hafi ekki verið sanngjörn úrslit. En við komumst yfir tvisvar í leiknum og maður vill klára þrjú stigin en því miður þá bara enn eitt jafnteflið og við erum búnir að gera svolítið mikið af þeim," sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram strax að leik loknum.

Fram tók tvisvar sinnum forystu í leiknum en náði ekki að klára stigin þrjú og gerði þar með sitt þriðja jafntefli í röð.

„Mér fannst ÍBV svona megin partinn af leiknum voru bara tiltölulega grimmari en við á seinni boltann og vinna þá og settu okkur oft undir pressu og í vandræði. Aðstæður náttúrulega ekkert frábærar en þannig var það fyrir bæði lið en mér fannst það svona þannig að þeir voru yfir í baráttunni og í svona aðstæðum þá var það nóg til þess að við vorum að ströggla aðeins."


Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

Fram tekur á móti Keflavík í lokaleik deildarinnar, áður en tvískipt úrslitakeppni hefst. Fram er enn í möguleika á að vera í efri hlutanum en þurfa líka að treysta á að Stjarnan misstígi sig.

„Keflavík er bara með hörkulið og við þurfum að vera tilbúnir í þann leik eins og alla aðra. Ég meina það var hörkuleikur hérna í dag, ÍBV búnir að vera á mjög góðu róli þannig ég held að við þurfum bara að virða þetta stig og svo er Keflavík heima og við viljum vinna leiki heima, þannig það verður hörkuleikur. Þeir eru væntanlega í svipaðri stöðu þá, þannig að eina sem þú getur gert er að vinna leiki og sérð svo til bara hvert það tekur okkur."

„Jú, jú auðvitað stefnum við á það (að vera í efri hlutanum) eins og staðan er núna, en það er ekki í okkar höndum. Við þurfum að vinna og treysta á að Stjarnan tapi. Það verður erfitt en eina sem við getum gert er bara að fara í leikinn um næstu helgi og ætla að vinna hann, þrjú dýrmæt stig hvar sem við endum svo í töflunni og erum að spila í október," sagði Jón að lokum.


Athugasemdir
banner