Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. september 2022 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo birti mynd af sér með Jordan Peterson - „Guð minn almáttugur"
Cristiano Ronaldo og Jordan Peterson
Cristiano Ronaldo og Jordan Peterson
Mynd: Instagram
Portúgalska stjarnan Cristiano Ronaldo tókst að stuða netverja í gær er hann birti mynd af sér með kanadíska sálfræðingnum Jordan Peterson.

Peterson er fyrirlesari, fræðimaður og prófessor í klínískri sálfræði við háskólann í Toronto.

Bók hans, Tólf lífsreglur, sló í gegn þegar hún kom út árið 2018 og seldist í milljónum eintaka, en hann hefur einnig viðrað skoðanir sínar í hlaðvarpsþætti sínum og á Youtube.

Ýmsar kenningar sem hann er með þykja umdeildar og jafnvel skaðlegar fyrir samfélagið. Peterson var staddur á Íslandi fyrr í sumar þar sem hann hélt fyrirlestur en í gær birti Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, mynd af sér með Peterson.

„Gott að sjá þig vinur," skrifaði Ronaldo undir myndina, en það er spurning hvort Ronaldo hafi fengið einhver ráð frá kanadíska sálfræðingnum.

Myndin sem Ronaldo birti hefur vakið mikla athygli og jafnvel reiði frá stuðningsmönnum hans en hana má sjá hér fyrir neðan.






Athugasemdir
banner
banner
banner