Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   mið 11. september 2024 09:29
Elvar Geir Magnússon
Elliott verður frá í meira en mánuð
Mynd: EPA
Harvey Elliott miðjumaður Liverpool verður frá næstu vikurnar og spilar væntanlega ekki aftur fyrr en seint í október.

Paul Joyce íþróttafréttamaður The Times greinir frá þessu.

Elliott var valinn í enska U21 landsliðshópinn en dró sig svo úr hópnum og fór til Liverpool í skoðun.

Hann missti af markalausu jafntefli U21 liðsins gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM og svo 4-1 sigri gegn Austuríki í vináttulandsleik.

Elliott hefur spilað einn deildarleik með Liverpool í upphafi tímabils, hann kom inn sem varamaður seint í 2-0 sigrinum gegn Brentford. Hann lék 34 deildarleiki á síðasta tímabili.

Hann er í harðri baráttu um byrjunarliðssæti við Ryan Gravenberch, Alexis Mac Allister og Dominik Szoboszlai en nú þegar leikjaálagið eykst hefði hann klárlega fengið fleiri mínútur frá Arne Slot.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner