Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 11. september 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Felix framlengir í Eyjum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Felix Örn Friðriksson hefur skrifað undir samning við ÍBV sem gildir til loka árs 2027.

Felix er Eyjamaður og hefur spilað fyrir ÍBV allan sinn feril á Íslandi. Hann er með 239 skráða KSÍ leiki og þar af eru 116 í efstu deild.

Hann hins vegar fór á sínum tíma til Danmerkur og var á mála hjá Vejle í dönsku úrvalsdeildinni.

Hann á að baki tvo vináttuleiki fyrir A-landsliðið og 24 leiki fyrir yngri landsliðin.

Felix er 25 ára vinstri bakvörður og hafði fyrir tímabilið í ár verið í algjöru lykilhlutverki í liðinu. Hann hefur ekki verið í eins stóru hlutverki í ár, hann hefur komið við sögu í16 af 21 leik liðsins í Lengjudeildinni til þessa.

ÍBV heimsækir Leikni á laugardag og með sigri tryggja Eyjamenn sér sæti í Bestu deildinni.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner