Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   mið 11. september 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Frítt í Herjólf og rútu fyrir Eyjamenn á leið í Breiðholtið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísfélagið og Herjólfur ætla að bjóða Eyjamönnum upp á fría rútuferð og Herjólfsferð á leik Leiknis og ÍBV sem fram fer í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag.

ÍBV er í efsta sætinu fyrir lokaumferðina og getur tryggt sér sigur í deildinni og þar með sæti í Bestu deildinni á næsta ári.

ÍBV er með toppsætið í sínum höndum og Eyjamenn eru öruggir upp með sigri í Breiðholti. Ef Fjölnir vinnur ekki sinn leik þá vinnur ÍBV deildina. Yfirburðar markatala gerir það einnig að verkum að ÍBV fer einnig upp með tapi ef Fjölnir vinnur ekki og þó Keflavík og ÍR vinni.

Farið verður kl. 9:30 og heim kl. 18:15 en hér er hægt að skrá sig.

Lokaumferðin í Lengjudeild karla á laugardag
14:00 Leiknir R.-ÍBV (Domusnovavöllurinn)
14:00 Keflavík-Fjölnir (HS Orku völlurinn)
14:00 Afturelding-ÍR (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Grindavík-Njarðvík (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)
14:00 Dalvík/Reynir-Þróttur R. (Dalvíkurvöllur)
14:00 Grótta-Þór (Vivaldivöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner