Hermann Þór Ragnarsson er búinn að semja við ÍBV til næstu þriggja ára eða út leiktímabilið 2027.
Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir Eyjamenn þar sem Hermann hefur verið mikilvægur hlekkur í sumar og er kominn með 4 mörk í 13 leikjum í Lengjudeildinni í sumar.
ÍBV er í toppsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina og stefnir á að komast beint upp í efstu deild.
Hermann er aðeins 21 árs gamall og var lykilmaður í liði Sindra sumarið 2022 áður en hann skipti yfir til Vestmannaeyja.
Athugasemdir