Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   þri 10. september 2024 19:46
Ívan Guðjón Baldursson
Hermann Þór framlengir við ÍBV
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Þór Ragnarsson er búinn að semja við ÍBV til næstu þriggja ára eða út leiktímabilið 2027.

Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir Eyjamenn þar sem Hermann hefur verið mikilvægur hlekkur í sumar og er kominn með 4 mörk í 13 leikjum í Lengjudeildinni í sumar.

ÍBV er í toppsæti deildarinnar fyrir lokaumferðina og stefnir á að komast beint upp í efstu deild.

Hermann er aðeins 21 árs gamall og var lykilmaður í liði Sindra sumarið 2022 áður en hann skipti yfir til Vestmannaeyja.
Athugasemdir
banner
banner