Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   mið 11. september 2024 20:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mourinho gagnrýndi Osimhen - „Fíla ekki hvernig hann hagar sér"
Mynd: Getty Images

Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, gagnrýndi Victor Osimhen, sem gekk nýlega til liðs við Galatasaray á láni frá Napoli.


Mourinho sagði í viðtali við tyrknesku stöðina HT Spor að hann væri mjög hrifinn af honum sem leikmanni og myndi eyða háum fjárhæðum til að kaupa hann ef hann gæti en hann væri hins vegar með sína galla.

„Það er ekkert vandamál á milli okkar við eigum reyndar gott samband. En í hvert sinn sem ég hef spilað gegn honum ræði ég við hann því ég fíla ekki hvernig hann hagar sér, hann dýfir sér of mikið. Síðast þegar við mættumst, Roma á móti Napoli, ræddum við saman," sagði Mourinho.

„Ég sagði við hann: 'Þú ert einn af tveimur bestu leikmönnum frá Afríku, það ert þú og Mohamed Salah. Áður voru það Didier Drogba, Samuel Eto'o og George Weah, þú mátt ekki haga þér svona. Hann dýfir sér of mikið, það er vandamál. Tíu mínútum seinna er allt í góðu á milli okkar."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner