sun 11. október 2020 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjórir leikmenn Danmerkur fá fjóra bolta í einkunn
Icelandair
Thomas Delaney, miðjumaður Borussia Dortmund, átti góðan leik.
Thomas Delaney, miðjumaður Borussia Dortmund, átti góðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski fjölmiðillinn Tipsbladet gefur leikmönnum Danmerkur einkunnir eftir 3-0 sigur á Íslandi í kvöld.

Einkunnirnar eru þannig að leikmenn fá bolta, það minnsta sem hægt er að fá er einn bolti og það mesta eru sex boltar. Ef leikmenn fá sex bolta er það fyrir heimsklassa frammistöðu.

Nokkrir leikmenn danska liðsins fá fjóra bolta, en það eru þeir Simon Kjær, Andreas Christensen, Thomas Delaney, Christian Eriksen.

Af byrjunarliðsmönnunum fá Kasper Dolberg og Yussuf Poulsen lægstu einkunn, eða tvo bolta.

Einkunnagjöfina má lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner