Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. október 2021 08:15
Elvar Geir Magnússon
Uxinn aftur til Arsenal? - Newcastle vill fjóra frá Man Utd
Powerade
Alex Oxlade-Chamberlain, Uxinn.
Alex Oxlade-Chamberlain, Uxinn.
Mynd: Getty Images
Anthony Martial er einn af leikmönnunum sem Newcastle hefur áhuga á.
Anthony Martial er einn af leikmönnunum sem Newcastle hefur áhuga á.
Mynd: Getty Images
Kulusevski er orðaður við Spurs.
Kulusevski er orðaður við Spurs.
Mynd: Getty Images
Oxlade-Chamberlain, Haaland, Neymar, Sterling, Gerrard, Verratti og fleiri í slúðurpakkanum á mánudegi. BBC tók saman það helsta frá ensku götublöðunum og víðar.

Arsenal hefur áhuga á að fá Alex Oxlade-Chamberlain (28) aftur til félagsins. Þessi miðjumaður Liverpool var sex ár hjá Arsenal áður en hann fór á Anfield 2017. (Sun)

Nýir eigendur Newcastle United skoða það að ráða Brendan Rodgers hjá Leicester, Steven Gerrard hjá Rangers eða Lucien Favre fyrrum stjóra Dortmund í staðinn fyrir Steve Bruce. (Mail)

Ralf Rangnick, fyrrum stjóri RB Leipzig, gæti verið ráðinn í starf sem yfirmaður fótboltamála hjá Newcastle. (Telegraph)

Newcastle gæti reynt við fjóra leikmenn Manchester United í janúar. Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial (25), hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek (24), Fílabeinsstrendingurinn Eric Bally (27) og enski landsliðsmaðurinn Jesse Lingard (28) eru allir sagðir á óskalistanum. (Mirror)

Newcastle hefur áhuga á velska miðjumanninum Aaron Ramsey (30) hjá Juventus. Ítalska félagið er tilbúið að selja hann í janúarglugganum. (Calciomercato)

Rafael Yuste, varaforseti Bacelona, talar niður möguleika á því að Börsungar geti keypt Erling Haaland (21) frá Borussia Dortmund næsta sumar. (Mundo Deportivo )

Brasilíski framherjinn Neymar (29) hefur ýjað að því að HM í Katar gæti orðið hans síðasta stórmót. (DAZN)

Barcelona gæti látið Ousmane Dembele (24) frá sér ef franski vængmaðurinn skrifar ekki undir nýjan samning. Spænska félagið gæti reynt að fá Raheem Sterling (26) frá Manchester City í hans stað. (Sport)

Fabio Paratici yfirmaður leikmannakaupa hjá Tottenham segir að Harry Kane (28) elski félagið og muni leiða endurnýjun liðsins. (Sun)

Tottenham er orðað við tvo leikmenn Juventus; bandaríska miðjumanninn Weston McKennie (23) og sænska sóknarmiðjumanninn Dejan Kulusevski (21). (Calciomercato)

Tottenham hefur ennig áhuga á spænska sóknarmanninum Alvaro Morata (28) sem gæti fyllt skarðið ef Harry Kane (28) fer. Morata er hjá Juventus á láni frá Atletico Madrid. (Fichajes)

Liverpool er tilbúð að setja kraft í að fá spænska vængmanninn Adama Traore (25) frá Úlfunum. (El Nacional)

Chelsea hefur komist að samkomulagi við danska varnarmanninn Andreas Christensen (25) um nýjan samning. (Fabrizio Romano)

Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti (28) hyggst klára ferilinn hjá Paris St-Germain. (France Info)
Athugasemdir
banner
banner
banner